01.03.1951
Efri deild: 78. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 672 í B-deild Alþingistíðinda. (1569)

151. mál, ríkisreikningurinn 1948

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Ég gleymdi að taka það fram, að þegar Skálholt var keypt, þá var það gert að erfðaábúðarjörð, því að l. um bændaskóla í Skálholti voru ekki sett fyrr en síðar. Hv. þm. Barð. sagði, að ég hefði sem ráðh. gefið hælið í Kaldaðarnesi, en slíkt er rangt, eins og allir vita. En það var ekki hægt að halda uppi hæli þarna lengur, og það var því hagkvæmara fyrir ríkið að láta hælið og jörðina í skiptum en láta allt drabbast niður, eins og annars mundi hafa orðið, en því verða ekki gerð nánari skil hér í bili.

Hv. þm. Barð. sagði, að það væri harður dómur, að það var ekki samþ. af verðlagseftirlitinu að hækka gjöld af upp- og útskipun hjá skipaútgerðinni, og sagði, að það væri harðari dómur en hann hefði kveðið upp. . . . . . . . . .