20.11.1950
Efri deild: 22. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 680 í B-deild Alþingistíðinda. (1601)

95. mál, skipun prestakalla

Forseti (BSt):

Ég veit nú ekki, hvort hæstv. ráðh. hefur verið svo forfallaður, að hann hefði ekki getað haldið framsöguræðu, a.m.k. hefur hann ekki boðað forföll, og ég get ekki lofað, að hann geri grein fyrir stjórnarfrv. við 1. umr., enda hefur slíkt oft fallið niður, en þar sem 2 hv. þdm. óska eindregið eftir því, að málið verði tekið af dagskrá, skal ég verða við því í þetta sinn, en næst þegar það verður á dagskrá, sé ég mér ekki fært að fresta því af sömu ástæðum og nú, enda fær hæstv. ráðh. dagskrána, eins og aðrir hv. þm., en sem sagt, umr. er frestað og málið tekið af dagskrá.