26.01.1951
Efri deild: 56. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 698 í B-deild Alþingistíðinda. (1619)

95. mál, skipun prestakalla

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Þar sem hæstv. ráðh. sést ekki enn, þá verð ég að eyða tímanum til þess að svara hv. 1. þm. N-M. Ég viðurkenni, að það var rétt athugasemd, sem hann gerði, og n. var þetta ljóst. Hún gerði sitt ýtrasta til þess að laga þetta á einstökum stöðum, t.d. Akranessókn, en ekki Skipaskagasókn. En það þarf ekki lítinn tíma og sérstakt yfirlit til þess að fara yfir hvar breyta á nöfnum.

Ég vil geta þess, sem láðist í prentuninni, að talað er um Blönduóssóknir, en átti að vera Blönduóshreppur. Það getur ekki staðizt að skipta austan Blöndu í aðra sókn. Er ýmislegt fleira, sem er rétt og alveg sjálfsagt að athuga. Þar sem þessi hv. 1. þm. N–M. er svo örnefnavís, mun ef til vill verða leitað umsagnar hans. Tel ég rétt að athuga betur um þetta mál fyrir 3. umr. N. var þetta ljóst, en treysti sér ekki til að ráða bót á því nú. Þar sem hæstv. kirkjumrh. er nú kominn, mun ég ekki lengja mál mitt.