01.03.1951
Efri deild: 79. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 724 í B-deild Alþingistíðinda. (1659)

193. mál, verðlag og dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara að blanda mér inn í þetta mál nú að sinni, en ég vildi aðeins leyfa mér að spyrja hæstv. ráðh. um, hverjir væru greiðsluskilmálar þessarar yfirdráttarheimildar frá Greiðslubandalagi Evrópu. Ég vil biðja hann að endurtaka það, sem hann sagði um þetta fyrst, því að ég skildi það ekki nógu vel. Mér skildist, að sumt af þessu láni ætti að greiða í gulldollurum. (Viðskmrh.: Í amerískum dollurum, í frjálsum dollurum.) Það er þá meiningin að greiða í dollurum til þeirra landa, þar sem vörurnar verða keyptar.