02.03.1951
Efri deild: 81. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 740 í B-deild Alþingistíðinda. (1679)

193. mál, verðlag og dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Frsm. 1. minni hl. (Brynjólfur Bjarnason):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. forseta svar hans. En mér skilst á orðum hans, að mánudagurinn sé síðasti dagurinn. (Forseti: Nei, það sagði ég ekki.) En mér sýnist þó, að þótt hæstv. forseti hafi lofað að taka þetta mál, sem um ræðir, á dagskrá, þá sé svo tvísýnt um, að það nái fram að ganga, að rétt sé að bera þessa till. fram. Ég sé ekki, að það sé verra að samþ. þessa till. í sambandi við þetta frv., og leyfi mér því að bera fram þessa till. mína.

Út af ummælum þm. Barð., þá er ég sammála honum um það, að verðlagseftirlitið með olíu hafi algerlega verið gagnslaust, en það haggar ekki því, sem ég sagði, að það sé ekki ráð til þess, að varan lækki, að afnema allt verðlagseftirlit. Verð á olíu mundi t.d. ekki lækka, þótt verðlagseftirlitið væri afnumið.