03.03.1951
Neðri deild: 80. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 754 í B-deild Alþingistíðinda. (1700)

193. mál, verðlag og dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Frsm. meiri hl. (Skúli Guðmundsson):

Herra. forseti. Á fundi sínum í dag tók n. málið til athugunar, og gaf meiri hl. út nál. á þskj. 793, sem ekki er búið að útbýta, en ég vænti að komi fljótlega. Allir nm. að einum undanteknum, hv. 2. þm. Reykv., sem gerði ráð fyrir að gefa út sérstakt nál., voru málinu samþykkir. Hv. þm. V-Ísf. skrifaði undir nál. meiri hl., en tók fram, að hann væri ósamþykkur 1. gr. og mundi greiða atkv. gegn henni. Aðrir nm. leggja til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir. Það var rætt í n., að frv. væri ekki í heppilegu formi, en þar sem þetta frv. var þannig afgr. frá Ed., taldi meiri hl. ekki ástæðu til að leggja til, að breyt. yrðu gerðar á því. Aftur á móti vill hann, að það komi fram, að framvegis verði annar háttur hafður á þessu og ekki tekin mörg mál í eitt frv. Það hefur komið fyrir áður en í þessu máli, en verður að teljast óheppilegt. — Ég tel ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta. Þrír nm. eru því meðmæltir, að frv. verði samþ. óbreytt eins og það liggur fyrir.