13.11.1950
Neðri deild: 20. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 757 í B-deild Alþingistíðinda. (1708)

86. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég boðaði hér á dögunum, þegar til umr. var frv. til l. um breyt. á landhelgislögunum. að flutt yrði frv. í þá átt, sem nú er komið fram. Ég gerði þá grein fyrir ástæðunum fyrir þessu. Hv. þm. Borgf. var að vísu ekki sammála. En ég tel þeim mun meiri ástæðu til að koma fram með frv. nú þegar sem ekki virtist alveg samkomulag um málið, til þess að athugað verði, hvort menn vilji fallast á þá breyt., sem í þessu frv. og hinu frv., sem ég gat um áðan, felst.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um málið á þessu stigi, þar sem það var rætt að meginefni til á dögunum, en legg til, að því verði að umræðu lokinni vísað til 2. umr. og sjútvn.