03.03.1951
Efri deild: 82. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 814 í B-deild Alþingistíðinda. (1801)

176. mál, lántaka handa ríkissjóði

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Við meðferð þessa máls í Nd. voru bornar fram 3 brtt., ein á þskj. 798 af hv. þm. Hafnf., sem ekki náði samþ., þess efnis, að ný grein skyldi bætast við frv. og ríkisstj. þar heimilað að ábyrgjast allt að 2 millj. kr. lán fyrir eigendur gömlu togaranna til að setja í þá olíukyndingu. — Ég vildi leyfa mér að spyrja hæstv. fjmrh., hvort ríkisstj. hafi í huga að gera þessar ráðstafanir með einhverjum öðrum hætti en í sambandi við það frv., sem hér liggur fyrir.