22.02.1951
Sameinað þing: 45. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 832 í B-deild Alþingistíðinda. (1846)

150. mál, fjáraukalög 1948

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Áður en ég byrja að ræða þetta mál, sem hér liggur fyrir, vil ég leyfa mér að vekja athygli hæstv. forseta á því, að þegar þetta mál var síðast til umr., þá hafði einn hv. þm. borið meðal annars tiltölulega alvarlegar ásakanir í garð hv. fjvn. Ég var byrjaður að svara ræðu hans, en hann vék sér af fundinum andartak, og ég óskaði eftir hléi, en hæstv. forseti taldi rétt að taka málið út af dagskrá, og skal ég ekki leggja dóm á nauðsyn þess. Síðan hefur málið verið á dagskrá í allmörg skipti, án þess að það hafi verið tekið til umr. En nú vill svo til, að þessi hv. þm. er ekki hér við, sem ástæða var til að ræða lítils háttar við í sambandi við þá ræðu, sem hann flutti um málið. Því vil ég spyrja hæstv. forseta, hvort hann teldi ekki við eigandi, að þetta mál verði ekki tekið til umr. nú, og þó að því tilskildu, að hann telji ekki málinu stefnt í þá hættu, að það verði ekki afgr. á þessu þingi. Það er mér eins ljóst og hæstv. forseta, að það ber nauðsyn til þess, að málið fái afgreiðslu.