02.03.1951
Neðri deild: 77. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 848 í B-deild Alþingistíðinda. (1902)

194. mál, togarakaup ríkisins

Stefán Jóh. Stefánsson:

Herra forseti. Ég ætla aðeins að segja örfá orð. Ég get fallizt á, að það sé aðalatriði frv., að stj. sé heimilað lán til togarakaupa. Ég vildi fá nánari skýringu á þessu. Nú liggur fyrir frv., þar sem stj. er heimilað að taka 9 millj. kr. lán. Í frv. er gert ráð fyrir, að þetta sé notað til togarakaupa. Ég vildi fá útskýringu á 1. gr. frv. Ég ímynda mér, að ef heimildin er veitt, þá hefði stjórnin næga heimild, en hér er talað um almenna heimild. Það, sem ég vildi láta koma fram, er, að mér finnst óeðlilegt að hafa heimildina svona óákveðna. Ég er því sammála, að höfuðtilgangur stj. sé að selja togarana með 10% útgjöldum kaupenda.