02.03.1951
Neðri deild: 77. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 855 í B-deild Alþingistíðinda. (1909)

194. mál, togarakaup ríkisins

Pétur Ottesen:

Út af ummælum hæstv. forsrh. vil ég taka fram, að ég tel umbjóðendur mína gabbaða, ef þeim er ekki gefinn kostur á að gera þau kaup, sem auglýst var eftir, þar sem Akranes uppfyllir öll þau skilyrði, sem sett voru fyrir þeim kaupum, og eftir var að ráðstafa 3–4 togurum, þegar eftir var leitað.