15.12.1950
Neðri deild: 42. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 917 í B-deild Alþingistíðinda. (1981)

59. mál, vinnumiðlun

Sigurður Guðnason:

Herra forseti. Mér finnst nú vera hangið hér nokkuð í nöfnum. Því að þótt ég hafi ekki persónulega orðið fyrir aðkasti af hálfu ráðningaskrifstofu Rvíkurbæjar, þá verða þeir, sem standa í baráttu fyrir verkalýðinn, alltaf fyrir aðkasti, og það er jafnan sama aflið, sem verður þess valdandi, og tilviljun hvaða nafn því er gefið. Hér er um lögmál að ræða, og gegn þessu afli, sem alltaf er á móti réttindum verkalýðsins, verður barizt unz annar hvor aðilinn verður ofan á; og ég er ekki í neinum vafa um, hvor aðilinn það verður.