05.12.1950
Efri deild: 31. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 941 í B-deild Alþingistíðinda. (2032)

98. mál, lax- og silungsveiði

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Eins og hv. þm. er kunnugt, þá er þessi breyt. sem gerð er með þessu frv., ekkert annað en það að framlengja þann rétt, sem menn hafa haft til að kaupa veiðiréttindi aftur til jarða sinna, til 1951. Eins og öllum er kunnugt, höfðu bændur rétt til að kaupa aftur lax- og silungsveiði undir jarðir sínar, sem hefur verið seld frá þeim áður fyrr, en jafnframt var sett það skilyrði; að þá væri myndað veiðifélag um ána. Nú eru veiðifélög ekki komin alls staðar, og þar af leiðandi hafa menn ekki getað keypt undir sig veiðina. Sums staðar hafa árnar verið leigðar erlendum mönnum þangað til 1951, og þá fellur sá leiguréttur niður, og líka af þeim ástæðum hafa menn ekki verið eins hugaðir að kaupa veiðina undir sig. Þess vegna hefur landbn. miðað réttinn við 1951, því að þá hygg ég, að þær ár séu orðnar lausar, sem eru í erlendri leigu, og þá er möguleiki fyrir menn að mynda um ána veiðifélag. Landbn, mælir með því, að þetta verði samþ., svo að enn um sinn gefist mönnum kostur á því að kaupa veiðina undir jörðina.