08.12.1950
Neðri deild: 34. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 942 í B-deild Alþingistíðinda. (2038)

126. mál, fyrningarafskriftir

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Fjhn. flytur þetta frv. að tilmælum fjmrn., og er frv. um það að framlengja ákvæði gildandi laga um sérstakar fyrningarafskriftir. Samkv. þessum lögum er heimilað að reikna auka-afskriftir af vissum eignum við skattaframtal. Síðan hafa þessi ákvæði verið framlengd og gilda nú um tæki, sem tekin voru í fyrstu notkun 1949 og 1950. Lögin eiga því að falla úr gildi um næstu áramót, og er hér lagt til, að þau verði framlengd og nái til tækja, sem tekin verða í fyrstu notkun 1951–1953. — Fjhn. er sammála um að mæla með samþykkt þessa frv., og óska ég, að málinu verði vísað til 2. umr. að þessari lokinni.