13.12.1950
Efri deild: 36. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 943 í B-deild Alþingistíðinda. (2047)

126. mál, fyrningarafskriftir

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Það hefur um nokkur ár verið í lögum, að afskrifa megi ýmsar eignir eftir sérstökum lögum, skip og reyndar fleiri eignir, sem teknar hafa verið fyrst í notkun á þeim árum. Þessi ákvæði falla úr gildi 1. jan., en rétt þykir að leggja til, að þetta verði áfram í lögum um þau tæki og skip, sem tekin verða fyrst í notkun næstu 3 ár. — Ég hef svo ekki fleiri orð um þetta. Það mun ekki vera ástæða að vísa málinu til nefndar.