15.12.1950
Efri deild: 41. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 953 í B-deild Alþingistíðinda. (2096)

127. mál, skattgreiðsla Eimskipafélags Íslands

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Ég hef skrifað undir nefndarálit þetta án fyrirvara og mun greiða atkv. með frv. óbreyttu. Ástæðan til þess er sú, að það mun koma þungt niður á Eimskipafélag Íslands að greiða stóreignaskatt fyrir ýmsa, er hluti eiga í félaginu, og auk þess hefur E.Í. staðið í ýmsum framkvæmdum, byggt ný skip o.s.frv. Ég ásamt 1. þm. Árn. flutti frv. um þetta efni í fyrsta skiptí hér á þingi, og þá varð það að lögum. En þá var ekki ætlunin, að það gilti um aldur og ævi. Og ég vil, að það verði ekki skilið svo, að E.Í. eigi í framtíðinni að hafa þessi skattfríðindi. Þetta vildi ég, að mætti koma hér fram.