15.12.1950
Efri deild: 40. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1072 í B-deild Alþingistíðinda. (2205)

121. mál, almannatryggingar

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér fyrir hönd meiri hl. n. að verða við þeim tilmælum hæstv. ráðh. að taka þessa till. aftur, auk þess vil ég taka fram, að þetta er ekki till., sem n. hefur borið fram, nema eftir ósk skrifstofustjóra ráðuneytisins. Þegar hæstv. ráðh. óskar eftir því, að till. sé dregin til baka, til þess að athugast, þá er sjálfsagt að verða við þeim tilmælum. — Skriflega brtt. frá meiri hl. heilbr.- og félmn. er því tekin aftur.