30.11.1950
Neðri deild: 31. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1106 í B-deild Alþingistíðinda. (2255)

61. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Frsm. meiri hl. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins leyfa mér að halda því fram, að það er að vísu rétt, að ég mun hafa vikið að því, að það séu aðallega aðkomubátar, sem eyðileggja miðin, en þar sem ég þekki til, eru það aðkomubátarnir. En séu það heimabátarnir, þá eru það staðir, þar sem menn láta sér vel líka, að rányrkja sé stunduð, og er þá ólíklegt, að þeir vilji fá þessi svæði friðuð. — Ég ætla svo ekki að ræða meira um þetta.