13.11.1950
Neðri deild: 20. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1108 í B-deild Alþingistíðinda. (2270)

82. mál, sala jarðeigna í opinberri eigu

Flm. (Sigurður Ágústsson):

Herra forseti. Frv. á þskj. 134, sem er til meðferðar, um heimild fyrir ríkisstj. til að selja þjóðjörðina Húsanes í Breiðuvíkurhreppi, er fram komið samkv. ósk ábúanda. Hann sér fram á, að hann getur ekki framkvæmt þær byggingar, sem þarf að framkvæma, nema að gerast eigandi jarðarinnar.

Ég sé ekki annað en full ástæða sé að verða við ósk ábúanda, sérstaklega þegar ekki er um nema annað af tvennu að velja, að gera það, sem frv. fer fram á, eða að öðrum kosti að jörðin fari í eyði.

Ég tel óþarft að fara fleiri orðum um þetta frv., en vil biðja hæstv. forseta að láta vísa frv, til 2. umr. og landbn.