12.01.1951
Efri deild: 48. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1112 í B-deild Alþingistíðinda. (2287)

82. mál, sala jarðeigna í opinberri eigu

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarason):

Herra forseti. Nefndin hefur haft þetta mál til athugunar og skilað áliti, sem liggur fyrir á þskj. 472. Eins og nál. ber með sér, var einn nm. fjarstaddur fund n., en þeir, sem mættu, voru sammála um að mæla með frv. í heild sinni og einnig með brtt. hv. 1. þm. Eyf. á þskj. 357, þó með þeirri breyt. við síðari lið hennar, sem greinir í nál. Það mun hafa verið venja undanfarið að veita ríkisstj. heimildir sem þessar, ef ekki hafa verið sýnilegir meinbugir þar á. N. aflaði sér upplýsinga hjá kunnugum mönnum um þau atriði, sem hér liggja fyrir, og virtist ekki sjáanlegt, að neitt sérstakt væri við þessar sölur að athuga. — Sú breyt., sem n. leggur til, að gerð verði á 2. lið brtt. frá hv. 1. þm. Eyf., er aðeins sú, að fyrirsögn frv. verði orðuð um. N. sýnist fara betur á því að taka fyrr fram í fyrirsögnina það, sem má kalla meginatriði frv., þ.e. að selja þrjár jarðir, en hafa landspilduna síðar. — Ég þarf svo ekki að hafa um þetta fleiri orð.