18.12.1950
Efri deild: 43. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1127 í B-deild Alþingistíðinda. (2328)

77. mál, jeppabifreiðar o.fl.

Rannveig Þorsteinsdóttir:

Mig langar að gera þá fyrirspurn til forseta: Er þessi skrifl. brtt. tekin sem einföld brtt.? (Forseti: Já.) Mér virðist eðli málsins krefjast þess, að ef frv., sem verður að lögum, þarf að ganga í gegnum 6 umr., þá sé ekki hægt að afnema lög með einfaldri brtt.