18.12.1950
Efri deild: 43. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1128 í B-deild Alþingistíðinda. (2336)

77. mál, jeppabifreiðar o.fl.

Landbrh. (Hermann Jónasson):

Það er vert að benda á það atriði — og að nefndin taki það til athugunar —, hversu mikil framför hefur orðið í þessum málum, að viðkomandi nefnd ræður engu, en bændur öllu um kaup vélanna. Ákvæðin hér verða að vera skýr, en hitt er miður, að jepparnir eru lagðir að jöfnu við landbúnaðarvélarnar. Óskir um jeppa eru yfirleitt fram bornar af allt öðrum sjónarmiðum en landbúnaðarvélar. Af þessu og með tilliti til þess, að nefndin athugi þessi atriði, segi ég nei.