17.11.1950
Neðri deild: 23. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1232 í B-deild Alþingistíðinda. (2518)

44. mál, sveitarstjórnarkosningar

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Það, sem hv. 2. þm. Reykv. sagði síðast, var á misskilningi byggt. Réttur minni hl. er vitanlega líka til gagnvart efri sætunum, og minni hl. getur breytt röðun listans, allt frá 1. niður í 8. sæti. Mér hefur aldrei dottið í hug að mæla með því, að allar breytingar á listum væru bannaðar. Það má gjarnan vera hægt að hnekkja því ofurvaldi meiri hlutans. sem talað er um. En það má ekki fá þennan rétt í hendur óeðlilega — næstum hlægilega — litlum meiri hluta, eins og nú er gert.