01.03.1951
Efri deild: 79. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1265 í B-deild Alþingistíðinda. (2658)

67. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta er komið hingað í d. frá hv. Nd. Fjhn. tók málið til athugunar og er sammála um að mæla með því, að það verði samþ.

Frv. þetta fjallar um að breyta l. um tollskrá þannig, að lækka vörumagnstoll og verðtoll á þeim hluta garns, sem kallað er baðmullargarn og hefur verið talið undir liðnum: tvinni, — og hefur vörumagnstollur þar verið 20 aurar, en verðtollur 8 aurar. En eftir frv., eins og það er nú, er lagt til, að vörumagnstollur lækki í 7 aura og verðtollur í 5 aura, og verði þetta sérstakur liður. Yfirleitt mun n. ekki hafa verið neitt áköf í að breyta tollskránni frá því, sem hún er nú, en þar sem henni virtist þetta sanngjarnt mál, er hafi við rök að styðjast, féllst hún á að mæla með, að það verði samþ.