27.11.1950
Efri deild: 26. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í B-deild Alþingistíðinda. (266)

68. mál, stýrimannsskírteini

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Það hefur upplýstst með bréfi frá dómsmrn., dags. 14. okt. s.l., sem er prentað sem fylgiskjal með þessu frv., að Gunnar Bergsteinsson hefur fengið styrk frá ríkisstj. til að nema við sjóliðsforingjaskólann norska, til þess að gerast síðar starfsmaður við íslenzku landhelgisgæzluna. Nám þetta er jafnmikið og meira en nám það, sem krafizt er til skipstjórnar á íslenzkum skipum, og felur það ekki í sér neitt öryggisleysi að veita honum þessi réttindi. Leggur n. því til, að frv. verði samþ. óbreytt. Tveir nefndarmanna, þeir 1. þm. Eyf. og 6. landsk., voru ekki við, er n. afgreiddi málið, en hún leggur til, að það verði samþykkt óbreytt.