12.02.1951
Neðri deild: 66. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1267 í B-deild Alþingistíðinda. (2671)

171. mál, atvinnuréttindi útlendinga

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Það á að vera meginregla, að atvinnuleyfi séu gefin út til vinnuveitenda, en ekki þess aðila, sem ráðinn er í vist. Brtt. á þskj. 646 lýtur að því að kveða skýrar á um þetta en gert er í frv.