12.02.1951
Neðri deild: 66. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1272 í B-deild Alþingistíðinda. (2677)

171. mál, atvinnuréttindi útlendinga

Stefán Jóh. Stefánsson:

Herra forseti. Ég þakka góðar undirtektir hæstv. fors.- og félmrh. varðandi aths. mínar út af 3. gr. frv. Vil ég nú leyfa mér að flytja hér litla skrifl. brtt. við þessa gr., á þá leið, með leyfi hæstv. forseta, að upphaf gr. orðist þannig: „Félagsmálaráðuneytið veitir atvinnuleyfi samkvæmt lögum þessum, að fengnum tillögum verkalýðsfélags á staðnum í hlutaðeigandi starfsgrein, og skulu þau veitt vinnuveitendum, ef sérstakar ástæður“ o.s.frv. Ég vildi vænta góðra undirtekta hæstv. ráðh. og að brtt. verði samþ. Mundi þá frv. ekki þurfa að tefjast fyrir þær sakir. Leyfi ég mér að afhenda hæstv. forseta þessa brtt. og bið hann að freista þess að koma henni undir atkv. við þessa umr. málsins.