05.02.1951
Efri deild: 64. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1315 í B-deild Alþingistíðinda. (2726)

156. mál, almannatryggingar

Frsm. meiri hl. (Haraldur Guðmundsson):

örfá orð út af ummælum hv. 7. landsk. Ég ræð hv. þm. frá að samþykkja 1. brtt. á þskj. 619. Allur málarekstur í sambandi við að úrskurða, hver sé framfærslusveit barnsföður, getur dregizt úr hömlu, og af því geta hlotizt margvísleg óþægindi. Síðan á félmrn. að ákveða sveitina. Það er óhyggilegt að láta Tryggingastofnunina ákveða um framfærslusveitina. Meginreglan verður að vera sú, að Tryggingastofnunin eigi kröfurétt á framfærslusveit barnsföður.