01.03.1951
Neðri deild: 76. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1316 í B-deild Alþingistíðinda. (2732)

156. mál, almannatryggingar

Frsm, minni hl. (Kristin Sigurðardóttir):

Við sem erum í minni hl., hv. 10. landsk. og ég, berum fram nál. á þskj. 744. Ég ætla að byrja með að leiðrétta, að þar sem stendur 4. gr., á að vera 3. gr. Ég get ekki fallizt á þau ákvæði, sem eru í 3. gr. Við lítum svo á, að þar sem útsvörin eru einustu tekjuliðirnir, sem bæjar- og sveitarfélögin hafa til þess að standa straum af öllum sínum útgjöldum, geti þetta ákvæði, að Tryggingastofnunin geti lagt hald á allt að 25% af útsvörunum, hæglega haft þær afleiðingar, að bæjar- og sveitarfélög geti ekki staðið í skilum með sín útgjöld, hvorki launagreiðslur né greiðslur til verklegra framkvæmda. Við leggjum því til, að þessi 3. gr. sé felld, og getum ekki greitt atkv. með frv., ef hún verður samþ.