01.03.1951
Neðri deild: 76. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1316 í B-deild Alþingistíðinda. (2733)

156. mál, almannatryggingar

Frsm. meiri hl. (Helgi Jónasson):

Herra forseti. Það er ákaflega leiðinlegt með hv. 9. landsk., sem var svo elskulegur fyrir jólin og fylgdi þá miklu harðara ákvæði heldur en nú er í frv. Veit ég ekki, hvað valdið hefur hughvarfi hv. þm., sem nú hefur tekið saman við hv. 10. landsk. Ég vona, að hans samfylgd sé góð, en ég efast um, að hún sé betri en okkar hinna. En hvað sem þessu liður, þá sagði hv. þm., að svo geti farið, að bæjarfélög lendi í vanskilum og geti ekki greitt laun. Ég vil benda hv. þm. á, að þegar jafnað er niður útsvörum árlega, er gerð fjárhagsáætlun og útsvörum jafnað eftir því. Enda hefur það verið þannig undanfarið, að þessum greiðslum hefur verið jafnað niður og þær innheimtar, en notaðar í annað, einhverjar framkvæmdir, sem bæjarfélögin hafa þurft að inna af höndum, af því að féð var handbært.

Ég er að vona, að þetta frv. verði samþ. hér. Fyrir jól var mikið fylgi fyrir því að setja slík ákvæði inn í lögin, sem hér er að finna.