16.11.1950
Neðri deild: 22. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í B-deild Alþingistíðinda. (276)

28. mál, Stýrimannaskólinn

Atvmrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Ég þakka hv. sjútvn. fyrir afgreiðslu þessa máls, svo og fyrsta máls, sem tekið var fyrir á þessum fundi.

Ég sé, að nefndin hefur ekki getað fallizt á tillögur ráðuneytisins að öllu leyti og þykir ekki ástæða til að festa þetta embætti í lögum, og telur, að þegar sé séð fyrir þessari kennslu á annan hátt. Mér er ekki kunnugt um ástæðu nefndarinnar fyrir þessu, úr því að hún vill, að skólanum sé séð fyrir nægilegri kennslu, og þá ekki ástæða til að vefengja skoðun skólastjóra. Meginefni frv. er, að skólanum sé séð fyrir nægilegri kennslu, og ef þetta fyrirkomulag reynist ónógt, þá er hægt að breyta því, og ef skólastjóri telur síðar, að nauðsynlegt sé að festa þetta embætti í lögum, þá má fara eftir þeim ráðum síðar. Ég fellst því á þessa breytingu nefndarinnar.