01.02.1951
Efri deild: 59. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1351 í B-deild Alþingistíðinda. (2806)

76. mál, áfengislög

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Eins og sést á nál., hefur n. rætt þetta mál, og þegar það var afgr., þá var einn nm. ekki við, þrír voru með því að samþ. það óbreytt, en einn nm. er á móti því og leggur til, að það sé fellt. Frv. er hingað komið frá hv. Nd. og flutt af hv. þm. Borgf. og hæstv. menntmrh. og gengur út á það að reyna að stemma stigu við svokallaðri bílasölu á áfengi. Eins og flestum mun kunnugt, er talið, að það eigi sér stað í stórum stíl, að bifreiðarstjórar selji áfengi eftir lokun áfengisverzlunarinnar. Fyrir þetta hefur verið reynt að taka og lögð við því þung refsing, sem flm. ætlast til, að sé nóg, svo að menn leggi ekki út í þessa atvinnu. — Ég sé ekki ástæðu til að ræða þetta frekar, en þeim, sem eru með áfengi, finnst kannske hart gengið að bifreiðarstjórum með þessum lögum. Ég hugsa, að þm. noti lítið slíkt áfengi og hygg, að þeir vilji þá ljá þessu frv. fylgi sitt til að uppræta þetta.