01.02.1951
Efri deild: 59. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1364 í B-deild Alþingistíðinda. (2816)

76. mál, áfengislög

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Það er nú ljóst, að menn eru óánægðir með orðalagið á þessu frv. Mér kemur til hugar, hvort ekki sé rétt að fresta umr. nú á þessu stigi málsins, og að það væri þá frekar athuguð nánar brtt., til að vita, hvort ekki væri hægt að fá samkomulag um einhverja umorðun á seinni málsgr., svo menn geti sætt sig við það. Það er ljóst, að frv. verður gagnslaust, ef seinni málsgr. er alveg felld niður. En ef hægt væri að breyta orðalaginu svo, að megintilgangi þess væri náð, þá held ég, að það væri beztu og greiðustu vinnubrögðin að fresta umr. nú, og þeir, sem hefðu hug á að gera breyt., bæru sig saman við n. til þess að vita, hvort hægt væri að fá samkomulag um þetta.