13.02.1951
Efri deild: 68. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1370 í B-deild Alþingistíðinda. (2836)

76. mál, áfengislög

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég játa það, sem hér hefur verið skotið fram, að orðalag till. minnar sé ekki gott. Ég vil því afturkalla þá brtt. og flytja aðra, sem er á þessa leið:

„Við 1. gr. 2. efnismgr. orðist svo:

Nú finnst áfengi í bifreið, þegar svo stendur á sem í næstu mgr. hér á undan segir, og skal þá refsa eiganda þess sem hann væri sekur um ólöglega áfengissölu, nema hann færi sterkar líkur fyrir því, að áfengið sé ekki ætlað til sölu.“

Með þessu er sagt það, sem ég hygg, að fyrir mönnum hafi vakað með þessu frv., og felur þessi till. í sér það sama vegna þess að í fyrri málsgr. er sagt, að fyrir hendi skuli vera „rökstuddur grunur“, þ.e.a.s. sterkar líkur, svo að þetta orðalag hljóðar betur, og í því er ekki sagt annað en vakti fyrir stuðningsmönnum frv. frá upphafi.

Ég leyfi mér svo að afhenda hæstv. forseta þessa brtt.