23.02.1951
Efri deild: 76. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1377 í B-deild Alþingistíðinda. (2855)

76. mál, áfengislög

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég hef leyft mér ásamt tveimur öðrum þm., þeim hv. þm. S-Þ. og hv. 1. þm. Eyf., að bera fram brtt. við frv. eins og það kom frá Nd. Er hún við 1. gr., að í stað orðanna „nema sannað sé“ í 2. efnismálsgr. komi: nema hann færi sterkar líkur fyrir því. — Þessi breyt. er þannig sem niðurstaðan varð hér í Ed., þá er málið var hér. Voru færð rök fyrir því, að ekki er rétt eða sæmandi fyrir Alþingi að láta lögin vera þannig, að sakborningur verði að sanna sakleysi sitt.

Vil ég vísa til fyrri umræðna, sem voru hér í Ed. Vænti ég þess, að afstaða manna í þessu máli hafi ekki breytzt neitt síðan. — Ég óska, að þessi brtt., sem er á þskj. 713, verði samþ.