23.02.1951
Efri deild: 76. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1386 í B-deild Alþingistíðinda. (2866)

76. mál, áfengislög

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Ég vil benda á, að sú meginbreyt., sem gerð er á frv. frá því það var borið fram, hefur orðið með þeim hætti, að málið var sent til lögreglustjórans í Reykjavík til þess að athuga, hvernig orðalagið þyrfti að vera til þess að það væri auðvelt í framkvæmd og næði sem bezt þeim tilgangi, sem til er ætlazt. Þannig liggur frv. fyrir nú. Og einmitt vegna þessarar breyt., sem gerð var á frv., heldur Nd. fast við það orðalag, þar sem hér hefur sá aðili um fjallað, sem hefur orðið fyrir því, að núgildandi löggjöf er í lítt framkvæmanlegu formi. Nú hefur verið leitað til lögreglustjórans í Reykjavík um það, hvernig þurfi að hafa þessa löggjöf til þess, að hún sé auðveld í framkvæmd og nái sínum tilgangi, og í því formi finnst mér að eigi að afgreiða löggjöfina. Þess vegna mun ég greiða atkv. móti brtt., en með frv., sem hér liggur fyrir.