23.02.1951
Efri deild: 76. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1386 í B-deild Alþingistíðinda. (2868)

76. mál, áfengislög

Forseti (BSt):

Þar sem ég hef hvatt til þess að breyta frv., þá vil ég ekki hafa frumkvæðið að því að fresta málinu nú, ef hægt er að ganga frá því. Hins vegar skil ég það sem ósk hæstv. dómsmrh., að málinu sé nú frestað. (Dómsmrh.: Ef menn vilja gera þessa eftirgrennslan. — PZ: Það hefur gengið illa að fá svör frá því opinbera, og með tilliti til þess óska ég ekki eftir því. — RÞ: Mér finnst, að það vanti upplýsingar, og ég óska eftir þeim.) - Þá er umr. frestað og málið tekið af dagskrá.