06.03.1951
Sameinað þing: 49. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1404 í B-deild Alþingistíðinda. (2893)

76. mál, áfengislög

Skúli Guðmundsson:

Í upphafi þessa fundar fann ég að því við hæstv. forseta, að hann takmarkaði mjög ræðutíma um fjáraukal., því að ég tel, að fjárlög og fjáraukalög séu svo stór mál, að það sé hæpið að takmarka ræður um þau við örfáar mínútur. En á sama hátt og mér fannst ástæða til að taka það fram, vil ég lýsa ánægju minni yfir því, sem gerist, þegar betur tekst til. Hæstv. forseti hefur nú við þessar umr. ekki takmarkað ræðutímann, og virðist mér það vel, þar sem ég hefði ógjarnan viljað verða af því að hlýða á þessar — mjög fróðlegu umr., sem fram hafa hér farið um þetta mál.