06.03.1951
Sameinað þing: 49. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1404 í B-deild Alþingistíðinda. (2896)

76. mál, áfengislög

Skúli Guðmundsson:

Mér skilst, að það vaki einkum fyrir flm. þessa frv., að auðveldara sé, ef það er samþ., að hafa hendur í hári leynivínsala, sem hafa gert nokkuð að því að fara með áfengi á samkomur, flutt í bifreiðum, til að selja það þar. Ég tel, að það sé leikur einn fyrir lögreglumenn að ná til þessara manna, ef frv. verður samþ. eins og það liggur fyrir. Hins vegar fellur mér ekki orðalagið á brtt. á þskj. 800 og segi því nei.

Frv., svo breytt, samþ. með 27:9 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: BÁ BBen, BÓ EOl SÓÓ, EystJ FJ GG, GÞG, HÁ, HV, HG, HelgJ, IngJ, JS, JR, JörB, KS, PZ, PÞ, PO, RÞ, SÁ, SG, StSt, VH, ÁB.

nei: BSt, GJ, GTh, LJóh, SkG, StJSt, StgrSt, ÞÞ, JPálm.

EmJ, JJós, JG, JÁ, KK, MK, SB, StgrA, ÁÁ greiddu ekki atkv.

7 þm. (ÁS, BrB, FRV, HermJ, JóhH, ÓTh, ÁkJ) fjarstaddir.

2 þm. gerðu grein fyrir atkv.: