15.02.1951
Efri deild: 72. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 127 í C-deild Alþingistíðinda. (3157)

26. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Haraldur Guðmundsson:

Aðalrökstuðningurinn fyrir rökst. dagskrártill. er sá, að athuga beri, hvort ekki sé rétt að sameina skipaeftirlitið öðru öryggiseftirliti samkv. l. og enn fremur að fella eftirlit með loftferðum inn í löggjöf um þessi efni. Það mál út af fyrir sig finnst mér vel athugandi, en ég sé enga ástæðu til að láta afgreiðslu þessa frv. bíða eftir þeirri athugun. Þessi atriði má athuga hvenær sem er, eftir að frv. er samþ., og mundi þessi athugun tefja fyrir því eftirliti, sem frv. á að tryggja. Ég óska eftir, að málið fái afgreiðslu á þessu þingi og að frv. verði samþ., og segi því nei við rökst. dagskránni.