16.01.1951
Efri deild: 50. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 132 í C-deild Alþingistíðinda. (3167)

109. mál, erfðalög

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil vænta þess, að hæstv. forseti taki þetta mál á dagskrá á næsta fundi eftir þessar upplýsingar. Háskólinn hefur haft málið til athugunar í næstum mánuð, og síðan þing kom saman eftir áramótin er liðinn nær hálfur mánuður. Ég sé því enga ástæðu til að tefja málið lengur og vona, að málið verði tekið fyrir á næsta fundi og þá án nál.