18.01.1951
Efri deild: 52. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í C-deild Alþingistíðinda. (3172)

109. mál, erfðalög

Gísli Jónsson:

Ég vildi eindregið mælast til þess, að hæstv. forseti léti ekki fara fram slík vinnubrögð í allshn., að mál séu þar ekki afgr., því ef það er tilfellið, að önnur mál liggi þar síðan í nóvember og hafi ekki komið fram, þá er eitthvað athugavert við formennsku þeirrar n. Ég óska því eftir því, að hæstv. forseti rannsaki, á hvaða stigi þetta mál stendur, hvort það er væntanlegt á dagskrá úr n. næstu daga, en ef svo er ekki, þá að málið sé tekið á dagskrá, því að ég beygi mig ekki undir það, að málið sé svæft í n. síðan 24. nóv. Það hlýtur að vera af tregðu hjá form. að sitja þannig á málinu, en ekki af því, að hann hafi ekki tíma.