15.02.1951
Efri deild: 72. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 168 í C-deild Alþingistíðinda. (3231)

96. mál, fjárhagsráð

Forseti (BSt) :

Ég vil taka fram út af því, sem hér hefur komið fram, að nál. er undirritað 17. jan., og eins og hv. þm. Vestm. gat um, var frv. tekið á dagskrá hér í d. mjög fljótlega þar á eftir, svo að ekki var um að ræða óeðlilegan drátt á því hjá mér að taka málíð á dagskrá. Það var rétt hjá hv. þm., að ég tók frv. tvisvar af dagskrá, þar sem hæstv. fjmrh. fór fram á það og sagði, að hæstv. ríkisstj. væri að ræða málið og stæði jafnvel til, að bornar væru fram víðtækari breytingar en þær, sem nú fælust í frv. Ég taldi því rétt að bíða með málið, þar sem ekki var heldur komið alveg að þinglokum, og vita, hvort hæstv. ríkisstj. hefði till. að gera í málinu, en þar sem nú er gengið eftir því, að afgreiðslu málsins sé hraðað, þá mun ég ræða það við þann hæstv. ráðh., sem fór fram á, að málinu væri frestað, hvort hæstv. ríkisstj. verði ekki fljótlega tilbúin með till. sínar. Ég get ekki lofað, að málið verði tekið fyrir á morgun, en þar sem nú eru til 1. umr. í fyrri deild mál, sem ætlunin er að nái hér fram að ganga á þessu þingi, þá sé ég ekki, að það sé neinn dauðadómur yfir málinu, þó að það bíði til mánudags. En ég skal í dag ræða þetta við þann hæstv. ráðh., sem bað um, að málinu yrði frestað, og taka málið síðan til umræðu. Það var ekki ætlun mín að beita forsetavaldi til að drepa mál þetta.