15.02.1951
Efri deild: 72. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 169 í C-deild Alþingistíðinda. (3234)

96. mál, fjárhagsráð

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil spyrja hæstv. forseta, hvort hann muni ekki sjá sér fært að taka mál þetta fyrir með afbrigðum síðar, því að það getur verið, ef það verður ekki tekið fyrir fyrr en á mánudag, að því verði ekki að öðrum kosti lokið fyrir þinglausnir. Ég hefði viljað, að það hefði verið búið að taka mál þetta til umr. hér fyrr, en þar sem hæstv. forseti hefur verið veikur nú undanfarið, þá hef ég ekki gert athugasemdir um það, en ég sé nú, að tveir hæstv. ráðh. eru hér staddir, svo að þeir geta gefið skýringu á þessum drætti. Ef málið verður tekið hér fyrir á morgun, þá geta þeir komið fram með brtt. við það eins og aðrir þm., en ef það er dregið þangað til á mánudag, þá getur verið, að safna verði undirskriftum þm. til að afgreiða málið.