26.02.1951
Efri deild: 77. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 171 í C-deild Alþingistíðinda. (3248)

96. mál, fjárhagsráð

Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti. Úr því verið er að bíða eftir ráðh., þá vildi ég mælast til þess við hæstv. forseta, að hann taki 7. mál á dagskrá til umr. Málið er nú búið að vera lengi á dagskrá, en hefur ekki komizt að, og nú fer að verða hver síðastur. Verði málið ekki afgr. af þinginu, þá er augljóst, að það er vegna þess, að það er ákveðið, að þingviljinn skuli ekki koma fram, þannig að ég vil eindregið mælast til þess, að nú verði notað tækifærið og 7. málið tekið fyrir.