31.10.1950
Efri deild: 12. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 195 í C-deild Alþingistíðinda. (3299)

52. mál, fræðsla barna

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég vildi aðeins benda á það út af því, sem hér hefur komið fram um það, hvort fjvn. ætti nú að gera till. til Alþ. um skiptingu á byggingarfé til skóla, að mér sýnist, að hér sé um tvennt ólíkt að ræða. Annars vegar, eins og segir í frv., að verði það samþ., þá má ekki ráðstafa fé ríkissjóðs í nýjar byggingar án þess, að Alþ. ætli fé til slíks, en að svo miklu leyti sem Alþ. áætlar á fjárl. fé til nýrra skólabygginga, þá þarf að skipta því, og ætlazt er til, að fjvn. geri tillögur um það. En varðandi greiðslur á áföllnum skuldum, þá er ekkert í þessu frv., sem segir, að Alþ. skuli hafa meiri skipti af því en áður var. Ef Alþ. vill slíkt, þá er það hægt, en það felst ekki í frv. eins og það nú er. Ég vildi aðeins vekja athygli hv. þm. á því, að hér er um tvennt ólíkt að ræða, sem menn verða að gera upp við sjálfa sig, hvort þeir vilji, að Alþ. skipti sér af hvoru tveggja eða aðeins öðru eins og nú er í frv.