08.12.1950
Efri deild: 32. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 218 í C-deild Alþingistíðinda. (3324)

52. mál, fræðsla barna

Forseti (BSt) :

Það hefur komið fram ósk um að fresta umr. um þetta mál, og mun ég ekki setja mig upp á móti því. Hins vegar vil ég benda á, að málið er enn í fyrri d., og ef það á að fá afgreiðslu á þessu þingi, eftir því sem virðist um hvenær þinglausnir muni verða, mun það vitanlega ekki verða tekið af dagskrá nema með það fyrir augum að taka það aftur á dagskrá strax eftir helgina. Ég vildi því heyra álit n. á því, hvort ástæða sé til að athuga málið á ný, — óskar hv. þm. Barð. að halda rétti sínum til að ræða málið, ef því verður frestað?