11.12.1950
Efri deild: 34. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 222 í C-deild Alþingistíðinda. (3329)

52. mál, fræðsla barna

Frsm. (Finnbogi R. Valdimarsson):

Herra forseti. Þegar þetta mál var til síðustu umr. hér í d., var því lofað fyrir n. hönd að taka til athugunar brtt. þær, sem fyrir liggja. En vegna þess, að á fundi n. í morgun var til athugunar stórt mál, frv. til l. um skipun prestakalla, sem tók allan tíma n., gafst ekki tími til að taka þessar till. til athugunar sem skyldi, og vildi ég því vona, að málinu yrði frestað, en get lofað, að þetta taki ekki lengri tíma en svo, að málið fái afgreiðslu þegar á næsta fundi.