13.11.1950
Neðri deild: 20. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í C-deild Alþingistíðinda. (3435)

69. mál, sjúkrahús o.fl.

Flm. (Áki Jakobsson) :

Herra forseti. Þetta frv. er flutt að nýju frá síðasta þingi, enda flutt seint á því þingi. Stendur svo á því, að bæjarstjórn Siglufjarðar hefur borið fram þessa ósk, að slík breyt. verði gerð, sem felur í sér, að sjúkrahús Siglufjarðar fái rétt á 3/5 byggingarkostnaðar í staðinn fyrir 2/5, svo sem er um byggingarkostnað svonefndra fjórðungssjúkrahúsa. Þó er þetta orðað þannig, að gert er ráð fyrir, að ráðh. verði heimilað að láta ákvæðin um fjórðungssjúkrahús gilda um sjúkrahúsið á Siglufirði, ef hann telur ástæðu til.

Um réttmæti þess, að Siglufjörður fái rétt til þessa, má vitna í það, að sama rétt hefur sjúkrahús á Austurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi.