02.11.1950
Efri deild: 13. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í B-deild Alþingistíðinda. (345)

24. mál, aðstoð til bænda á óþurrkasvæðunum

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég var annar sendimaður ríkisstj. á s.l. sumri til að athuga ástandið á óþurrkasvæðinu. Við reyndum að gera okkur ljóst, hve fóðurbætisþörfin mundi vera mikil. Við tókum mismuninn á heyfeng í sumar og heyfeng undanfarinna ára, og einnig varð að taka með í reikninginn, að fóðurgildi heysins var ekki það sama og venjulega, þannig að 2 kg af töðu jafngiltu nú ekki 1 kg af fóðurbæti, heldur töldum við nú þurfa 21/2 kg af töðu á móti í kg af fóðurbæti, eða 100 kg af töðu á móti 40 kg af fóðurbæti. Það var mjög erfitt að gera sér ljóst, hve fóðurgildið hefði minnkað, og þó að við teldum, að það hefði rýrnað um 1/5, var það vitanlega allt of litið. Síðan var reynt að gera sér ljósa fóðurbætisþörfina. Þá kom í ljós, að þurfa mundi 20 millj. kr. til að fullnægja henni, en bændur fá ekki sem lán og styrk nema 4%2 millj. kr.; finnst mörgum það lítið og finnst, að lítið hafi verið fyrir þá gert. Menn hafa ekki áttað sig á því, hve hér er um lítinn hluta af heildarþörfinni að ræða. Ég vil minna á, að fyrir síðasta þingi lá þáltill. um hjálp vegna flóðanna í Neskaupstað um miðjan apríl s.l. Hvað gerði Alþ. þá? Það heimilaði lán, sem kaupstaðurinn tæki, en ekki bjargráðasjóður. Svo að ég sé ekki, að hér sé verið að gera annað en það, sem áður hefur verið gert á ýmsum sviðum, og skipti ekki svo miklu máli. Og það eru komnir 4 þús. hestar af heyi, sem þarf að senda til þeirra. Það var ekki mikið, því að það þurfti 9–10 þús. hesta.